Ævintýri

Ævintýri

Ævintýri 1Capture

Hér má sjá myndband af verkefninu Ævintýri.

Verkefnið unnu Lóa Björk og Sigurður Ingólfsson fyrir hátíðina List án landamæra með starfsfólki Stólpa (hæfingar og iðju) á Egilsstöðum. Upphaflega stóð til að setja verkið upp á sviði en það breyttist í kvikmynd þegar á leið. Leikendur völdu sér persónur úr þekktum ævintýrum og spunnu útfrá þeim. Myndin var sýnd á opnun hátíðarinnar á Egilsstöðum og einnig í Ráðhúsi Reykjavíkur árið 2010.